Grindavík – Valur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fimm leikir fara fram í Pepsi deildinni í kvöld og þar á meðal er leikur Grindavíkur og Vals á Grindavíkurvelli sem hefst klukkan 19:15

Bæði lið eru vonsvikin með byrjun á mótinu og er þetta lykilleikur fyrir Grindavík. Með sigri í kvöld minnka þeir bilið upp í næstu lið og eru því allir bæjarbúar hvattir til að mæta og hvetja strákana áfram.  Þónokkuð er um meiðsli innan liðsins og því tækifæri fyrir marga unga og efnilega stráka að sanna sig.

Aðrir leikir í kvöld eru :
Breiðablik-Keflavík
KR-Fylkir
Selfoss-Stjarnan
Fram-ÍA