Grindavík tekur á móti Stjörnunni á morgun klukkan 17:00
Eftir landsleikjafrí er boltinn í Pepsi deild karla loksins farinn að rúlla aftur. Ef einhver skildi hafa gleymt því þá er Grindavík í neðri hluta deildarinnar en 6 stigum frá fallsæti, Stjarnan hinsvegar í baráttu um Evrópusæti.
Stjarnan hefur tekið flest sín stig á heimavelli og unnið tvo leiki á útivelli sem rímar vel við tvo heimasigra hjá Grindavík. Í innbyrðis viðureignum á Grindavíkurvelli hafa okkar menn yfirhöndina síðustu ár. Í fyrra skildu liðin jöfn 1-1 þar sem Gjorgi Manevski jafnaði leikinn fyrir Grindavík á 89. mínútu.
2009 var hér hörkuleikur sem endaði 4-2 fyrir Grindavík með mörkum frá Óla Baldri, Zoran Stamenic, Scotty og Ondo.
2007 mættust liðin hér í 1.deildinni þar sem Orri og Andri Steinn skoruðu mörkin í 2-1 sigri.
Fín veðurspá er fyrir morgundaginn, liðin geta bæði spilað skemmtilegan bolta og Grindavíkurliðið í baráttu um að halda sér uppi. Allt eru þetta fínar ástæður fyrir að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á okkar mönnum.
Þess má geta að serbneskufræðingurinn Garðar Örn Hinriksson dæmir sinn fyrsta leik í efstu deild eftir langt frí þegar hann dæmir leik Grindavíkur og Stjörnunnar á morgun ásamt Frosta Viðar Gunnarssyni og Sverri Gunnari Pálmasyni.