Í hádeginu var dregið í 32 liða úrslit Borgunarbikarsins. Víkingur var dregið upp úr hattinum og Grindavík þar á eftir þannig að Grindavík fer í Víkina og mætir heimamönnum þann 28.maí klukkan 19:15
Grindavík komst í pottinn með því að sigra ÍA 4-1 en Víkingur, eins og önnur Pepsideildarlið, fer beint í 32 liða úrslit.
Þó að leikir liðanna hafa ekki verið nein sérstök skemmtun síðustu ár þá er þetta bikarleikur þar sem allt er lagt undir og Grindavík ætlar sér langt í þessum bikar.
Aðrir leikir í 32 liða úrslitum eru:Fjölnir – Dalvík/Reynir
Sindri – KV
Fram – KA
KR – FH
KFG – Þróttur
BÍ/Bolungarvík – Fjarðabyggð
Augnablik – Keflavík
HK – Breiðablik
Víðir – Valur
Fylkir – Njarðvík
Hamar – KF
Víkingur R. – Grindavík
ÍBV – Haukar
Afturelding – ÍR
Stjarnan – Selfoss
ÍH – Þór
Bikarpunktar í boði KSÍ.is
- Í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla leika þau 20 félög sem komust í gegnum fyrstu tvær umferðirnar, auk liðanna 12 í Pepsi-deild karla.
- Drátturinn er opinn. Dregið verður þannig, að fyrst verður dregið heimalið og síðan útilið á móti því. Þannig koll af kolli þar til ekkert lið er eftir.
- Leikdagarnir eru 26., 27. og 28. maí. Drög að leikjaniðurröðun verður birt á vef KSÍ sama dag og dregið er, og staðfest nokkrum dögum síðar.
- Í 32-liða úrslitum í ár eru níu af þeim ellefu félögum sem unnið hafa sigur í bikarkeppni KSÍ í gegnum tíðina. Félögin tvö sem ekki eru með nú eru annars egar ÍBA, og hins vegar ÍA, en Akurnesingar töpuðu fyrir Grindvíkingum í 2. umferð í ár.
- Ef liðin sem koma í gegnum fyrstu tvær umferðirnar eru skoðuð eru það einungis Grindavík og KA sem hafa náð alla leið í úrslitaleikinn. Grindvíkingar léku til úrslita 1994 gegn KR og biðu þar lægri hlut. KA hefur þrisvar sinnum komist í úrslitaleikinn, en tapað í öll skiptin – 1992 gegn Val, 2001 gegn Fylki og 2004 gegn Keflavík.
- Á síðustu 10 árum hafa alls 10 félög komist í úrslitaleikinn. Ríkjandi Borgunarbikarmeistarar Fram hafa þrisvar leikið til úrslita á þessu tímabili. KR-ingar hafa leikið til úrslita í fimm af þessum 10 skiptum. Næst koma Keflavík, Fjölnir, FH og Stjarnan með tvo úrslitaleiki og þar af hafa Garðbæingar leikið til úrslita síðustu tvö árin. Breiðablik, Þór, KA og Valur hafa svo einu sinni leikið til úrslita á þessum 10 árum. Öll þessi félög eru í 32-liða úrslitunum í ár.
- Félögin sem komast í 16-liða úrslit tryggja sér verðlaunafé að upphæð kr. 100.000. Komist þau áfram í 8-liða úrslit hækkar uppðhæðin í kr. 200.000 og í undanúrslitum í kr. 300.000. Taplið í úrslitaleik hlýtur kr. 500.000 og Borgunarbikarmeistari hlýtur verðlaunafé að upphæð kr. 1.000.000.