Grindavík og KR mætast á Grindavíkurvelli í dag klukkan 17:00
Bæði lið hafa átt vonbrigðartímabil en það breytir því ekki að þessir leikir liðanna hafa yfirleitt verið fín skemmtun. KR er búið að missa af Íslandsmeistaratitlinum en eru að slást um annað sæti í deildinni.
Okkar menn eru hinsvegar fallnir en ætla vonandi að klára mótið með stæl. Það er allavega eitt markmið sem mætti endilega nást en það er að vera ekki það lið sem fær fæst stig í 12 liða deildinni.
Frá því að fjölgað var um tvö lið í deildinni 2008 þá hafa botnliðin fallið með mismörg stig.
Víkingur féll í fyrra með 15 stig, Selfoss 2010 með 17 stig, Fjölnir með 15 stig 2009 og IA 13 stig 2008. Níu stig eru í boði í næstu leikjum og fjögur af þeim vel þegin.
Síðustu leikirnir verða spilaðir á næstu 9 dögum. KR á heimavelli í dag, Valur á útivelli næstkomandi sunnudag og Fylkir heima 29.september.