Grindavík – KF í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík ætlar sér að halda toppsætinu með sigri á KF í kvöld.  Leikurinn hefst klukkan 19:15

Er þetta fyrsti leikur Grindavíkur við KF eftir sameiningu Leifturs og KS 2010.  Grindavík er sem áður í efsta sæti deildarinnar og KF í því níunda.

Stuðningsmenn Grindavíkur ætla að hittast í Gulahúsi klukkan 18:15 og hita upp fyrir leikinn.

Selfoss og Fjölnir mætast einnig í kvöld en búast má við að þessi lið muni einnig blanda sér í baráttuna um sæti í efstu deild næsta sumar, allavega hafa bæði lið tekið stig af Grindavík.