Grindavík er Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki karla eftir 3-2 sigur gegn Breiðabliki í hörkuleik sem fram fór á Grindavíkurvelli í kvöld. Þetta er tvö bestu lið landsins í þessum aldursflokki en þessi sömu lið mættust í úrslitum á N1 mótinu fyrr í sumar. Þar hafði Breiðablik betur.
Frábær umgjörð var í kringum fyrir úrslitaleikinn. Settur upp var sérstakur 8 manna völlur fyrir framan stúkuna á aðavellinum í Grindavík. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Grindavíkurvöll í dag til að fylgjast með þessum frábæra leik sem einnig var sýndur í beinni á GrindavíkTV.
Blikar komust yfir snemma leiks en Grindavík jafnaði leikinn með marki frá Andra Karli Júlíussyni Hammer. Staðan 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik komst Grindavík yfir með frábæru skallamarki frá Eysteini Rúnarssyni. Blikar jöfnuðu leikinn og var gríðarleg spenna á Grindavíkurvelli. Þegar skammt var til leiksloka fékk Grindavík dæmda vítaspyrnu. Eysteinn Rúnarsson steig á punktinn og skoraði örugglega. Blikar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Grindavík fagnaði ótrúlegum sigri.
Helgi Mikael Jónasson dæmdi leikinn og afhenti Jónas Karl Þórhallson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sigurliðinu Íslandsmeistaratitilinn.
Við óskum okkar frábæra liði hjartanlega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og þökkum Breiðabliki fyrir frábæran leik.
Íslandsmeistaralið Grindavíkur 2020:
Leikmenn:
Arnar Eyfjörð Jóhannsson
Orri Sveinn Á. Öfjörð
Sölvi Snær Ásgeirsson
Breki Þór Editharson
Hafliði Brian Sigurðsson
Helgi Hafsteinn Jóhannsson
Andri Karl Júlíusson Hammer
Reynir Sæberg Hjartarson
Caue Da Costa Oliveira
Eysteinn Rúnarsson
Þjálfarar:
Anton Ingi Rúnarsson
Nihad Hasecic