Grindavík – ÍBV

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Á morgun fer fram á Grindavíkurvelli leikur Grindavíkur og ÍBV í áttundu umferð Pepsi deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 þar sem lið í áttunda og tólfta sæti deildarinnar mætast.  Verður þetta frábært tækifæri til að hrista af sér slæman leik í síðustu umferð og rífa sig í gang með þremur stigum.

Liðin mættust í vetur í Fótbolti.net mótinu þar sem Grindavík sigraði 2-1.  Grindavík sigraði sömuleiðis báða leikina í fyrra 2-0. 

Frá 1995 hafa þessi lið mæst sinnum.

  • 16.júlí 1995 fór leikurinn 1-0 fyrir Grindavík þar sem núverandi aðstoðarþjálfari Grindavíkur, Milan Stefán Jankovic sigurmarkið úr víti á 76. mínútu. Bæði Ólafur Örn Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson spiluðu þennan leik og mætast væntanlega aftur á morgun 17 árum síðar.
  • 24 júní 1996 var öllu fleiri mörk skoruð en Grindavík sigraði leikinn 3-2.  
  • 29. maí 1997 sigraði ÍBV á Grindavíkurvelli og enduðu sem Íslandsmeistarar það árið.
  • 12. september 1998 var það Grindavík sem sigraði 1-0 og var það Grétar Ólafur Hjartarson sem skoraði markið.
  • 8. ágúst 1999 fóru leikar 2-1 fyrir ÍBV, Grétar aftur með mark Grindavíkur
  • 10.júlí 2000 skoraði núverandi fyrirliði Grindavíkur, Ólafur Örn Bjarnason, eina mark leiksins.
  • 20.júní 2001 skoraði Grétar tvö mörk og Sinisa Kekic eitt í 3-1 sigri Grindavíkur
  • 1.júní 2002 skoraði Grindavík aftur 3 mörk í 3-2 sigri, Paul McShane, Grétar og Óli Stefán skoruðu þá
  • 3.júní 2003 sigruðu hinsvegar gestirnir 2-0
  • 16. maí 2004 endaði leikurinn í jafntefli þar sem Grétar var enn og aftur í skotskónnum.
  • 30. maí 2005 fór leikurinn 2-1 fyrir okkar menn þar sem Keli og Óli Stefán skoruðu mörkin
  • 5.júní 2006 endaði leikurinn í markalausu jafntefli.
  • 2.júlí 2007 léku liðin í 1.deildinni þar sem Grindavík sigraði 3-1
  • 3.september 2009 skoraði Gilles Ondo markið í 1-1 jafntefli
  • 6.júní 2010 fór ÍBV með sigur af hólmi 2-1
  • 17. júlí 2011 komst Grindavík aftur á sigurbrautina með 2-0 sigri þar sem Jamie McCunnie og Scott Ramsay skoruðu. 

Grindavík hefur sem sagt gengið ágætlega á móti ÍBV á heimavelli síðustu ár.