Grindavík heldur sér uppi!!!

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík komu, sáu og sigruðu er þeir mættu til eyja og sóttu öll stigin þrjú sem tryggir þeim áframhaldandi veru í efstu deild.

Grindavík var í þeirri stöðu fyrir leikinn að sigur var nauðsynlegur og ekkert hægt að stóla á aðra.  Grindavík var með 20 stig í næst neðsta sæti en Þór, Keflavík og Fram með 21 stig.

Keflavík mætti Þór og komst 2-0 yfir.  Í þeirri stöðu var Grindavík uppi með hagstæðara markahlutfall en Þór.  Á 16. mínútu gerðust hinsvegar hlutirnir.  Þór skoraði og þar með Grindavík niðri, á laugardalsvellinum var Magnús Þormar að verja og síðast en ekki síst þá fengu ÍBV mjög ódýrt víti.  Tryggvi Guðmundsson hefði getað bætt markametið en Óskar varði glæsilega og eyðilagði spennuna(ef einhver var í vafa) þegar leikmaður Grindavíkur verður valinn í kvöld á lokahófinu.

0-0 í hálfleik og Grindavík með 13 metra á sekúndu í bakið í seinni hálfleik.  Þegar um 5 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þá fengu heimamenn upplagt tækifæri að komast yfir en Þórarinn Ingi setti boltann yfir markið á meters færi.

Þegar 10 mínútur voru eftir af Íslandsmótinu 2011 þá gerðist nokkuð sem ekki hefur oft sést hjá Grindavík í sumar, mark eftir hornspyrnu.  Og það var enginn annar en þjálfari liðsins, Ólafur Örn Bjarnason, sem skoraði markið. Scotty tók hornspyrnuna.  Scotty átti svo sendingu á Magnús Björgvinsson 4. mínútum seinna sem renndi boltanum fram hjá Abel í markinu.  Undir lok leiks braut Óskar á sér og Tryggvi fór aftur á punktinn, í þetta sinn skaut honum boltanum yfir. 

Í raun er þetta frábær árangur hjá Ólafi Erni Bjarnasyni, þjálfarateymi hans og leikmönnum.  Liðið mátti sjá á eftir nokkrum sterkum leikmönnum fyrir tímabilið eins og Auðun Helgason, Grétar Ólafur Hjartarson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson og síðast en ekki síst Gilles Mbang Ondo.  Útlendingakaup misheppnaðist einnig þó að Robert Winters og Derek Young komu sterkir inn en kláruðu ekki mótið.  Í ofanálagt var Paul McShane lítið með vegna meiðsla og einnig Bogi Rafn Einarsson, Jósef Kristinn Jóefsson fór út en kom seint aftur. 

Eitt verkefni er eftir af þessu tímabili og það er lokahófið í kvöld, allir upp í Lava. 

Mynd af Stinningskalda sem eru á leiðinni á ballið með Herjólfi

Viðtal við Orra á fótbolti.net
Viðtal við Óskar á fótbolti.net

Viðtal við Ólaf á fotbolti.net