Grindavík – Fylkir í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir Fylki í fyrstu umferð Pepsi deildar karla í kvöld.

 

Leikið verðu í Kórnum í Kópavogi og hefjast leikar klukkan 19:15.  Leikurinn er fyrsti sinnar tegundar sem leikinn er innanhús í efstu deild karla.

Dómari kvöldsins verður Gunnar Jarl Jónsson og honum til aðstoðar Frosti Viðar Gunnarsson og Birkir Sigurðsson.

Eins og fram hefur komið hér á síðunni var Grindavík spáð 9.sæti af forráðamönnum félaganna en Fylki spáð 8.sæti.

Grindavík hefur misst marga leikmenn og fengið marga í staðinn þannig að byrjunarlið kvöldsins verður á öllum líkindum nokkuð breytt frá síðasta leik liðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar.

Auk þess eru nokkrir núverandi leikmenn tæpir fyrir leikinn sem gæti skekkt myndina enn meira.

Heldur hefur sigið á Grindavík ef litið er yfir tölfræði í innbyrðis viðureignum.

Í fyrra sigraði Fylkir í báðum leikjum liðanna en tímabilið 2009 sigruðu liðin sitthvorn útileikinn 3-2.