Þrjú mjög mikilvæg stig eru í boði í kvöld þegar Grindavík sækir Fylkismenn heim klukkan 19:15
Fyrri umferð Íslandsmótsins lýkur með þessum leik og fara liðin að mætast í annað sinn í næstu umferðum. Væri því upplagt að koma sér upp úr botnsætinu með góðum leik í góða veðrinu. Því á sama tíma sækir Selfoss ÍA heim og með hagstæðum úrslitum þar og auðvitað sigri hjá okkar mönnum er möguleiki á að koma sér upp úr fallsæti og að hlið Fram í 10 til 11 sæti.
Það verður ansi þunnskipaður hópur sem mætir á Árbæjarvöll þar sem Scotty og Alexander missa af leiknum vegna fjölda gulra spjalda og svo eru Ameobi, Ondo og fleiri á sjúkralista. En það eru menn í hópnum sem fylla vel þeirra skarð.
Raggi Sót og aðrir fylkismenn ætla að halda grillveislu fyrir leikinn klukkan 17:00 í Blásteini þar sem ýmis tilboð verða í gangi og hafa boðið öllum Grindvíkingum að mæta og hittast fyrir leikinn.
Áfram Grindavík