Grindavík – Fram í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Það styttist í leikinn við Fram og verður ýmislegt á döfinni fram að leiknum.

Stuðningsmannaklúbburinn Stinningskaldi ætlar að hittast hjá Framsókn og byrja að grilla pylsur upp úr hálf tvö og eru allir hvattir til að mæta þangað.

Klukkan þrjú hefst dagskráin á Grindavíkurvelli þar sem boltaþrautir fyrir krakkana verður til staðar auk þess að hamborgarar fyrir alla fjölskyldunua verða seldir á góðu verði.

Leikurinn sjálfur byrjar svo klukkan 16:00 og með því að mæta með forsíðu dagskránnar sem dreift var í hús í gær þá fær fjölskyldan frítt inn.