Leikur Grindavíkur og Fram á morgun hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið og verður því hart barist.
Þó að allir leikir séu mikilvægir þá er þetta lykilleikur fyrir okkar menn. Með sigri Fram eru þeir komnir í ágæta fjarlægð frá fallsæti en með sigri Grindavíkur þá setjum við muninn í aðeins einn sigurleik og nóg af leikjum og stigum í boði.
Grindavík er fyrir leikinn með 6 stig í 12 sæti en Fram með 12 stig í 10 sæti. Selfoss er þarna á milli okkar með 8 stig. Ef okkar menn sýna sama leik og gegn KR í bikarnum þá er ég handviss um að þrjú stig nást í hús.
Ágúst mánuður hefur reynst okkur fengsæll í boltanum í gegnum tíðina og höldum því áfram. Í fyrra spilaði liðið 5 leiki þar sem liðið gerði 4 jafntefli og sigraði einn.
2010 spilaði liðið einnig 5 leiki þar sem sigur vannst á Fram,FH og ÍBV, jafntefli við Val en töpuðum fyrir Breiðablik sem endaði uppi sem Íslandsmeistari.
2009 fékk Grindavík 9 stig úr 5 leikjum í ágúst og 2008 gerði liðið eitt jafntefli, tapaði einum en sigraði tvo.
Leikurinn er klukkan 19:15 og þar sem flestir Grindvíkingar eru komnir úr fríum þá er um að gera að safnast saman í stúkuna og hvetja sína menn áfram upp töfluna.