Grindavík fær tvo leikmenn að láni frá Stjörnunni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur fengið tvo efnilega leikmenn að láni frá Stjörnunni sem munu leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þetta eru þær Mist Smáradóttir og Heiðdís Emma Sigurðardóttir sem eru báðar fæddar árið 2005.

Heiðdís Emma er efnilegur markmaður sem á framtíðina fyrir sér. Hún hefur æft með meistaraflokki Stjörnunnar undanfarin tvö ár. Hún lék 9 leiki með Álftanes í 2. deild kvenna á síðustu leiktíð.

Mist Smáradóttir er vængmaður og bakvörður sem býr yfir miklum hraða. Hún lék með Álftanesi í 2. deild kvenna á síðustu leiktíð og hefur einnig leikið með Stjörnunni í Bestu deildinni og Lengjubikarnum.

„Ég er virkilega ánægður að fá Heiðdísi og Mist til Grindavíkur. Þær falla vel inn í hópinn og tilkoma þeirra mun auka samkeppni um stöður í liðinu. Ég er þess fullviss að þær mun styrkja okkar lið fyrir komandi tímabil,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður þær Heiðdísi og Mist velkomnar til félagsins!