Grindavík – Breiðablik

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík og Breiðablik mætast í 18.umferð Pepsi deild karla í kvöld á Grindavíkurvelli.

Nú er að duga eða drepast fyrir okkar menn og 3 stig mjög mikilvæg.  Selfoss sigraði KR í gær þannig að sæti í efstu deild að ári er 8 stigum frá okkur en enn er von því 5 leikir eru eftir.

Mesti sparkspekingur landsins, Bjarni Fel, hefur trú á liðinu og spáir 2-0 sigri fyrir Grindavík í kvöld.

Athygli er vakin á því að farið er að skyggja og því hefst leikurinn klukkan 18:00.

Aðrir leikir í kvöld eru FH-Keflavík og Fram-Fylkir.