Grindavík – Afturelding í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík fær stelpurnar úr Aftureldingu í heimsókn í kvöld í 12 umferð Pepsi deild kvenna.

Róðurinn hefur verið þungur hingað til hjá stelpunum með 1 stig á botni deildarinnar.  Stigið kom gegn KR á heimavelli í leik þar sem þær áttu alla möguleika á að sækja öll stigin þrjú, sömuleiðis voru þær nálægt að sigra í eyjum.

Sparkspekingar eru því búnir að senda Grindavík niður um deild, stuðlameistarar Lengjunnar hafa t.d. allavega ekki mikla trú á Grindavík og gefa 7.10 á sigur Grindavíkur í kvöld.

Pressan ætti því að vera farin af leikmönnum liðsins og ættu að mæta í leikinn í kvöld með höfuðið hátt og hafa gaman af leiknum. Hver veit nema að það skili þeim einhverjum stigum.

Ágætis veður er í kvöld, bara einhverjar hestaíþróttir í sjónvarpinu og því upplagt að kíkja á völlinn og styðja við bakið á stelpunum.