Grindavík tók á móti Tindastól í fjórðu umferð 1. deild karla í gær.
Það er skemmst frá því að segja að Grindavík sigraði leikinn örugglega 4-1. Stefán Þór Pálsson og Juraj Grizelj skoruðu fyrir Grindavík í fyrri hálfleik og Jóhann Helgason og Óli Baldur Bjarnason í þeim seinni. Ánægjulegt að okkar menn notuðu sér föst leikatriði þar sem þeir skoruðu þrjú eftir hornspyrnur og aukaspyrnu.
Eftir tap í fyrstu umferð hefur Grindavík unnið þrjá leiki í röð og eru bara að spila mjög vel þessa dagana. Næsti leikur heimaleikur gegn öðru norðan liði. Völsungur kemur í sínum Vísis búningum laugardaginn 8.júní
Hafliði Breiðfjörð hjá fótbolti.net var á staðnum og tók þessar myndir og er myndin hér að ofan komin úr því albúmi.
Viðtal við Jóa Helga