Grindavík 4 – Höttur 1

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tók á móti Hetti í sjöundu umferð Lengjubikarsins í Reykjaneshöll í dag.

Gömul keppa úr Grindavík, Eysteinn Húni Hauksson, stýrir liði Hattar sem fór upp um deild síðasta sumar og var þetta fyrsti leikur sem Eysteinn stýrir á móti sínu gamla félagi.

Leikurinn var síðasti hjá Grindavík í Lengjubikarnum en nokkur stígandi hefur verið í síðustu leikjum, unnu Val örugglega 11. mars, duttu aðeins niður gegn Fjölni og gerðu 1-1 jafntefli og í dag unnu þeir 4-1.

Pape Mamadou Faye er að skína í gula búningnum og hefur skorað grimmt í vetur og hélt uppteknum hætti í dag þar sem hann skoraði 3 mörk á 21., 44., og 78. mínútu.  Ameobi skoraði hinsvegar fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og Högni Helgason minnkaði muninn undir lok leiks.