Grindavík 2- HK 1

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er komið áfram í bikarnum eftir 2-1 sigur á HK í kvöld.

Grindavík komst yfir með tveimur mörkum frá Magnús Björgvinssyni.  Í fyrra skipti rændi hann boltanum af markmanni HK en það seinna skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Scotty.  Hafsteinn Briem minnkaði muninn á 31. mínútu úr aukaspyrnu.  

Eftir það gerðist lítt markvert næstu 50 mínúturnar, Grindavík var yfir en gestirnir lágu aftarlega þannig að okkar menn voru ekkert að flýta sér.  Á síðustu 10 mínútunum fengu bæði lið ágætis færi þar sem tékkinn átti að skora allavega eitt mark.

Dregið verður í 8 liða úrslit bikarsins í hádeginu.

Viðtöl eftir leikinn er hægt að finna hér:
Magnús Björgvinsson
Ólafur Örn Bjarnason 

-95 mín leikurinn endar með klúðri sumarsins. Magnús og tékkinn komnir einir inn fyrir(eiginlega einir á vallarhelming HK) og hafa allan tíma með sér. Magnús ákveður að leyfa Micael Pospisil að eiga markið en tékkinn nær einhvern ótrúlegan hátt að klúðra þessu.

-93 mín Magnús fær boltann rétt fyrir utan teig. Ögmundur, markvörður HK, stendur á miðlínu og hefst nú kapphlaup mikið, Ögmundur á leið í markið og Magnús að reyna koma sér í skotfæri.  Magnús ákveður að reyna vippa yfir Ögmund sem tekst en boltinn fer fram hjá.  Stuttu seinna á Magnús svo sendingu fyrir á Pospisil sem nær ekki að skora.

-87 mín Ólafur Örn Eyjólfsson var einu skónúmeri frá því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Boltinn rann fram hjá honum inn í markteig.

-83 mín Óli Baldur kemur inn fyrir Matthías

-80 mín Óskar með glæsilega markvörslu þegar Birgir Magnússon komst inn fyrir vörnina vinstra meginn og átti ágætt skot á nærstöngina.

-78 mín Magnús nálægt því að bæta við þriðja marki sínu í kvöld en Ögmundur varði hjá honum á línu,

-68 mín HK kemst ágætt færi sem Óskar ver út í teig og þegar einn af gestunum var um það bil að fara hamra boltann í netið kom Orri hlaupandi og blokkeraði skotið.

-63 mín Ray kemur inn fyrir Scotty

-55 mín 10 mínútur liðnar af seinni hálfleik.  Grindavík nær eingöngu með boltann en ekki tekist að skapa sér færi. Kópavogsbúar þéttir aftast og erfitt að koma höggi á þá, veit hinsvegar ekki hvernig þeir ætla að jafna með þessu áframhaldai þannig að maður kvartar ekki.

Flautað til leikhlés.  Grindavík var með leikinn í hendi sér eftir tvö góð mörk frá Magnúsi.  Eftir það fengum við klaufalegt mark á okkur og svo var Bogi Rafn rekinn í sturtu.

-45 mín ekkert að gerast í leiknum fyrir utan að Bjarki Sigvaldsson var borinn meiddur af velli.  Bogi Rafn hefur leiðst þófið og tekur eina tveggja fóta tæklingu og gengur heldur niðurleiddur af velli.

-33 mín Tékkinn skallar boltann fyrir fætur Jamie McCunnie sem nýtir sér ekki færið og sendir auðveldan bolta í átt að Ögmundi.  

-30 mín Alexander “brýtur” á leikmanni HK, heldur ódýrt.  Hafsteinn Briem tekur boltann fram hjá veggnum og Óskar missir hann undir sig. 2-1 er staðan.

-28 mín Pospisil kemur inn fyrir Winters.

-18 mín Magnús með annað mark.  Scotty tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig við marklínu. Vippaði boltanum á fjarstöngina þar sem Magnús var staddur og skallaði í markið af stuttu færi.

-13 mín Magnús Björgvinsson stingur sig inn fyrir og nær boltanum af fætum Ögmundar markmanns HK og skorar í tómt markið.

Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli.

Aðrar lýsingar og sennilega ýtarlegri fara fram á visir.is, mbl.is og fotbolti.net

Byrjunarlið Grindavíkur:

Óskar í markinu, brúnn og sællegur eftir veru sína í Danmörku. Orri og Ólafur fyrir framan þá. Alexander hægra meginn og Bogi Rafn vinstra meginn.  Á miðjunni eru Jói Helga, Jamie, Scotty og Matthías. Robert Winters og Magnús frammi