Grindavík 2 – Breiðablik 4

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Slakur fyrri hálfleikur leiddi til 4-2 taps í gær í 18. umferð Pepsi deild karla.

Gestirnir frá Kópavogi skoruðu 4 mörk í fyrri hálfleik og það var einfaldlega of stór biti þó að okkar menn sýndu mun betri leik í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu 2 mörk.  Fyrsta var það Óli Baldur á 49. mínútu og svo Hafþór Ægir undir lok leiks.

Landsleikjahlé er um næstu helgi og því auka tími til að berja sig í gang en róðurinn er vissulega orðinn þungur, 10 stig í öruggt sæti(í raun 11 stig þar sem markahlutfallið er það slæmt) og 12 stig í boði í næstu 4 leikjum.

Næsti leikur er út í eyjum 16. september.  Við tökum á móti KR 20. september, útileikur gegn Val 23. september og mótið endar 29. september þegar Fylkir kemur í heimsókn.

 

Mynd af ofan Reynir Pálsson fyrir fótbolti.net