Grindavík 1 – Selfoss 3

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tók á móti Selfoss í 8. umferð 1.deild karla í gærkveldi.

Liðin eru bæði í uppbyggingaferli eftir fall úr efstu deild í fyrra og virðist það ferli ganga vel hjá báðum.  Leikurinn var hin fínasta skemmtun og nokkuð um ágæt færi.  

Strax á upphafsmínútunni kom fyrsta góða færið í leiknum. Grindavík byrjaði á miðju og sendu boltann upp í vinstra hornið þar sem Juraj Grizlej  lék á einn áður en hann kom boltanum fyrir á Jóhann Helgason sem skaut rétt yfir markið.

En það voru gestirnir sem voru fyrstir til að skora.  Eftir nokkuð klafs í teignum barst boltinn til vinstri á Ingólf Þórarinsson sem skaut á nærstöngina, fram hjá Óskari.  Var þetta eina mark leiksins fram að 73. mínútu.  Tók þá Sindri Snær Magnússon þrumufleyg upp í bláhornið og staðan orðin 2-0.  Grindavík áttu hinsvegar mörg ágæt færi til en Jóhann Ólafur Sigurðsson átti stórleik í markinu og varði hvað eftir annað.   Stefán Þór Pálsson kom inn á 73 mínútu en hann fékk heilahristing í vikunni og því ekki ráðlagt að láta hann spila 90 mínútur.  Leikur okkar manna bættist til muna með innkomu þessa unga drengs.  Stefán minnkaði muninn á 80 mínútu og var nærri búinn að jafna stuttu síðar.  En þegar flestir leikmenn Grindavíkur voru komnir í sókn til að jafna leikinn þá opnaðist vörnin og nýtti Sindi Snær sér það á 92. mínútu og gulltryggði sigurinn.

Vonbrigði að fá ekkert úr leiknum en okkar menn komu sér í færin og við hefðum tekið eitthvað úr leiknum ef Jóhann Ólafur hefði ekki átt stórleik í markinu.

Grindavík er enn á toppi deildarinnar en BÍ/Bolungarvík getur jafnað okkur með sigur á Víkingum á morgun.

Næsti leikur hjá Grindavík er útileikur gegn Fjölni 4.júlí.