Grindavík 1 – Fram 4

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tók á móti Fram í 1.deild kvenna í gær.  Fram var fyrir leikinn á toppnum og héldu sæti sínu þar sem þær unnu 4-1

Það var hinsvegar Grindavík sem komst yfir með marki frá Rebekku Salicki á 16. mínútu en Framstúlkur jöfnuðu leikinn fyrir leikhlé og skoruðu svo 3 mörk í seinni hálfleik.  Kristín Karlsdóttir var flutt á sjúkrahús eftir samstuð en verður vonandi til taks í næsta leik sem er gegn Völsung á Húsavík 21 júlí.

Eftir leiki gærdagsins er Grindavík í 7 sæti B riðilsins í 1.deild með 7 stig.