Grindavík og Víkingur gerðu 0-0 jafntefli á Grindavíkurvellir í gærkveldi í 16.umferð Pepsi deild karla.
Leiknum er lokið með markalausu jafntefli. Töpuð stig fyrir bæði lið en Grindavík var mun betri aðilinn og klaufar að ná ekki sigri.
-89 mín Týndi sonurinn fær nokkrar mínútur, Jósef Kristinn Jósefsson inn fyrir Derek
-82 mín Varnarmenn Víkings enn með blakvörnina en Gunnar Jarl sér ekki tækifæri að dæma hendi.
Magnús og Scotty hafa komið með kraft í sóknina, Scotty með nokkrar frábærar sendingar sem okkar menn þurfa að fara nýta sér.
-73 mín Jóhann með sendingu inn fyrir og Robert Winters með skot sem varnarmenn Víkings bjarga í horn. Scotty og Magnús búa sig undir að koma inn á, líklega á kostnað Robbie Winters og Orra.
Leikurinn enn í járnum. Liðin með nokkrar ágætar sóknir en sóknirnar hjá okkar mönnum enda þó flestar með skotum og eru því líklegri til að skora.
-51 mín Flott sókn hjá Grindavík. Alexander spretti upp allan völlinn með Derek sem sendi á Alexander en Mark Rutgers kom í veg fyrir að hann næði almennilegu skoti. Óli Baldur átti stuttu seinna skot sem Magnús Þormar varði. Grindavík enn með yfirhöndina í leiknum sem þeir hafa haldið frá 10 mínútu, ekkert sérstakt færi hjá gestnum síðustu 40 mínútur.
En það þýðir ekkert að sofa á verðinum fyrir því. Víkingar hafa refi í framlínunni sem geta verið snöggir á að refsa.
Seinni hálfleikurinn hafinn og spila Grindavík með Þorbjörn í bakið en með vindinn ská á móti.
Orri Freyr er búinn að vera hættulegasti leikmaður Grindavíkur í kvöld þar sem nær allar sóknir hafa farið í gegnum fætur hans.
-42 mín Gunnar Jarl er ekki á þeim buxunum að dæma hendi á varnarmenn Víkings í kvöld. Rétt í þessu kom fínn bolti frá Orri frá vinstri kantinum á Robert Winters sem hefði fengið boltann í upplögðu færi ef varrnarmaður Víkings hefði ekki tekið hávörnina og slegið boltann í burtu.
Grindavík að taka öll völd í leiknum. Eru að spila skemmtilega sín á milli og hafa átt nokkrar sóknir þar sem ekki hefur vantað mikið upp á að mark sæist réttu meginn. Þó aðeins séu liðnar þriðjungur af leiknum og ekkert mark komið þá er leikurinn strax orðinn mun skemmtilegri en 90 mínútur af leiðindum sem liðin sýndu í fyrri leik liðanna í sumar.
-35 mín Ágætis sókn hjá Grindavík sem endar með því að Óli Baldur fær boltann, snýr sér við og þrumar boltanum rétt yfir.
-33 mín Gunnar Jarl sleppir tveimur “bolta í hönd” í sömu sókninni hjá okkar mönnum.
-31 mín Björgólfur með sendingu á Magnús Pál sem dúndrar boltanum í hliðarnetið.
-24 mín Það liggur í loftinu núna þar sem Grindavík er búið að eiga tvö ágætis færi. Fyrst fór reyndi Mark Rutgers að skalla boltann til baka en enn varði Magnús. Derek átti svo skot af löngu færi sem Magnús varði einnig. Eftir það komst Víkingur í skyndisókn en Derek hljóp allan völlin til baka og náði boltanum áður en Helgi náði að komast í skotfæri.
-22 mín Orri gerir sig líklegan til að skora þegar hann fær langan bolta inn í teig en Magnús ver frá honum.
-12 mín Helgi Sig með stórhættulega sendingu inn í teig sem ætluð var Magnúsi Pál en Matti náði að hreinsa í horn. Upp úr horninu átti Björgólfur skot rétt fram hjá. Víkingar stilla fram sókndjörfu liði í dag. Helgi og Björgólfur frammi, Magnús Páll og Aron Elís fyrir aftan þá ásamt Baldri Aðalsteinssyni.
Það var smá úði þegar leikurinn byrjaði en nú er komið úrhelli. Þetta gæti e.t.v. haft áhrif á leikinn þar sem nokkuð sterkur vindur er einnig til staðar.
-7 mín Orri kominn upp vinstra meginn en sending hans fyrir markið misheppnast og Magnús Þormar nær til boltans.
-5 mín nú er það Grindavík sem fær aukaspyrnu. Jóhann tekur hana og boltinn berst til Bogi Rafn sem skallar að marki en ekkert kom úr því núna.
-2 mín Boltinn fer í hönd Orra rétt fyrir framan vítateiginn. Björgólfur tekur aukaspyrnuna en boltinn fer beint í varnarvegginn, Björgólfur e.t.v. ennþá vankaður frá síðasta leik.
Byrjunarlið Grindavíkur er skipað eftirfarandi leikmönnum:
Óskar, Jamie, Bogi Rafn, Jóhann, Matthías, Orri, Derek, Ólafur Örn, Óli Baldur, Robert og Alexander.
Eina breytingin frá síðasta leik er að Óli Baldur kemur inn fyrir Scotty.
Á bekknum er Ray, Scotty, Elías, Magnús, Guðmundur Egill, Jósef og Haukur Ingi.
Dómari leiksins er Gunnar Jarl Jónsson og honum til aðstoðar Áskell Þór Gíslason og Andri Vigfússon.