Grindavík og FH mættust í gær þar sem FH sigraði 1-0
Eina mark leiksins kom á 6. mínútu og var þar að verki Guðmann Þórisson eftir hornspyrnu frá Hólmari. Grindavík var nærri búið að jafna á 35. mínútu þegar Scotty átti got skot sem Gunnleifur varði.
Mörkin voru ekki fleiri í leiknum sem var nokkuð kaflaskiptur, FH stjórnaði leiknum meira til að byrja með en Grindavík var meira með boltann síðasta hálftímann. Undir lok leiks var brotið á Ólafi Erni þegar hann var á leið út úr teignum og brotið átti sér stað líklega innan teigs en Magnús Þórisson dæmdi aukaspyrnu.
Lið Grindavíkur er skipað eftirfarandi leikmönnum:
Óskar Pétursson, Ray Anthony Jónsson, Matthías Örn Friðriksson, Scott McKenna Ramsay, Björn Berg Bryde, Magnús Björgvinsson, Óli Baldur Bjarnason, Ólafur Örn Bjarnason, Mikael Eklund, Alexander Magnússon og Hafþór Ægir Vilhjálmsson.
Á bekknum, sem er fullmannaður í þetta sinn, eru:
Hákon Ívar Ólafsson, Pape Mamadou Faye , Alex Freyr Hilmarsson, Oluwatomiwo Ameobi,Ægir Þorsteinsson , Marko Valdimar Stefánsson og Daníel Leó Grétarsson .
Myndir frá leiknum má sjá á vef fotbolti.net
Hægt verður að fygljast með beinni lýsingu á :
mbl.is
visir.is
fotbolti.net
433.is