Grindavíkurstelpurnar lögðu Víking Ólafsvík 2-0 í 1. deild kvenna í knattspyrnu um helgina. Helga Guðrún Kristinsdóttir og Bentína Frímannsdóttir skoruðu mörk Grindavíkur. Þetta var ansi sterkur útisigur því með sigri hefði Víkingur blandað sér í toppbaráttuna. Grindavík er með 6 stig eftir 4 leiki.
Grindavíkurliðið er ansi ungt að árum en með því leika tveir útlendir leikmenn að þessu sinni. Framtíðin er þó vissulega björt, en yngsti leikmaður liðsins sem kom inná undir lok leiksins er Kristín Anítudóttir McMillan, fædd árið 2000 og er því á 14. ári.
Á myndinni eru Bentína Frímannsdóttir og Kristín Karlsdóttir en hún var tekin eftir sigurleikinn um helgina.