Glæsilegur sigur hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stelpurnar unnu sinn fyrsta leik í sumar þegar þær lögðu Aftureldingu 2-1 í gær

Leikurinn var í liður í 12. umferð Pepsi deild kvenna og jafnfram kveðjuleikur hjá 4 leikmönnum sem hverfa á brott til Bandaríkjana en það eru þær Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Margrét Albertsdóttir og Kristín Karlsdóttir.

Grindavík komst yfir á 25. mínútu þegar Shaneka skoraði eftir fína stungusendingu.  Strax í næstu sókn jafnaði Afturelding eftir mjög umdeilt mark.  Brotið var á Emmu Higgins þannig að hún missti boltann í markið.  Shaneka skoraði svo sigurmarkið þegar stutt var eftir af leiknum eftir misstök í vörn gestanna.

Sigurinn er gríðarlega mikilvægur, bæði fyrir móralinn og stigatöfluna.  Það er aðeins tvö stig í næsta lið og 6 stig í sæti í efstu deild að ári. Grindavík á svo eftir leiki við liðin í næstu sætum(heimaleik við Þrótt og útileik við KR)