Gilles Ondo til Noregs

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Gilles Mbang Ondo hefur gengið til liðs við norska liðið Stabæk

Ondo hefur verið með lausan samning í vetur og hefur verið á reynslu hjá liði í Ástralíu og svo í Noregi.

Gilles hefur spilað undanfarin tvö ár með Grindavík og var m.a. markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í sumar þannig að vandasamt gæti verið að fylla hans skarð en leitin stendur yfir.

Luic Ondo, yngri bróðir Gilles, mun hinsvegar spila með liðinu í sumar þannig að við verðum ekki alveg Ondolaus.

Hjá Stabæk spila þrír íslenskir leikmenn þeri Bjarni Ólafur Eiríksson, Pálmi Rafn Pálmason og Veigar Páll Gunnarsson.