Fyrsti heimaleikurinn

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fyrsti leikurinn á Grindavíkurvelli í sumar fer fram í kvöld þegar okkar menn taka á móti Keflavík.

Þessir leikir hafa jafnan verið skemmtilegir og vel sóttir.  Í síðustu umferð var slegið met í fjölda áhorfenda og voru m.a. rúmlega 1.500 manns á Kaplakrika þar sem Grindvíkingar voru fjölmennir.  Höldum því áfram og færum stemminguna frá körfuboltanum yfir í fótboltastúkuna.

Bæði Keflavík og Grindavík gerðu jafntefli í fyrstu umferð og ætla sér 3 stig í kvöld.  Eitthvað er að fækka á sjúkralistanum og gætu Magnús Björgvinsson og Alexander Magnússon e.t.v. tekið þátt í kvöld.   Hinn fjölhæfri Jordan Edridge er sömuleiðis kominn með leikheimild.