Freyr Jónsson til liðs við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Freyr Jónsson hefur skrifað undir samning við Grindavík til næstu tveggja ára. Freyr er 19 ára gamall og kemur frá Akureyri. Hann hefur leikið með KA upp yngri flokka og er miðjumaður að upplagi.

Freyr er fluttur á höfuðborgarsvæðið, hefur æft með Grindavík síðustu vikur og staðið sig vel. Hann verður gjaldgengur með liðinu á næstu leiktíð og verður spennandi að fylgjast með framtíð þessa unga leikmanns.

Freyr er náskyldur Óðni Árnasyni, fyrrum leikmanni Grindavíkur, og standa vonir til að Freyr verði okkur Grindvíkingum happafengur líkt og frændi hans var á sínum tíma.

Velkominn til Grindavíkur, Freyr!