Fram 4 – Grindavík 3

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætti Fram í 3. umferð Pepsi deildar karla í kvöld.  Leikar enduðu 4-3 fyrir heimamenn.

Í byrjunarlið Grindavíkur komu Ray Anthony Jónsson, Óli Baldur Bjarnason og nýr leikmaður Mikael Eklund.

Grindavík byrjaði leikinn ágætlega, misstu aðeins dampinn um miðjan fyrri hálfleik en komumst aftur vel inn í leikinn og voru 2-0 yfir í hálfleik.  Mörkin skoruðu Ameobi þegar hann tók glæsilega á móti boltanum inn í teig, snéri af sér varnarmann og skaut á nærstöngina. Markið kom á 19. mínútu en Pape bætti við marki stuttu fyrir leikhlé.  Óli Baldur átti þá sendingu fyrir sem Ögmundur varði en kom engu að síður boltanum fyrir fætur Pape sem skoraði og Grindavík því tveimur mörkum yfir í hálfleik.

Heilt yfir átti Grindavík bara nokkuð góðan fyrri hálfleik og mikill batamerki frá síðasta leik.  Fram kannski eitthvað aðeins meira með boltann en leikurinn í höndum okkar manna.

Seinni hálfleikurinn var hinsvegar gjörólíkur.  Frammarar komu snarbrjálaðir til leiks eftir hlé. Auðvitað var maður alveg brjálaður yfir að hafa horft á lið sitt tapa niður tveggja marka forskoti en þegar maður rennir yfir seinni hálfleikinn aftur í huganum þá verður bara að segjast að maður hefur sjaldan séð eins flottan bolta og heimamenn sýndu í seinni hálfleik. Hvort sem það er getu þeirra eða getuleysi okkar manna að þakka/kenna er ekki gott að segja en líklegast bland beggja.  Það hjálpaði ekki að missa Alexander af velli á 56. mínútu eftir tvö gul spjöld en erfitt að dæma hann fyrir þetta því maður vill hafa hann í þessum ham þarna inn á miðjunni og heppnuðust þessar tæklingar yfirleitt nokkuð vel.

Mark Grindavíkur skoraði nýju maðurinn, Mikael Eklund eftir hornspyrnu.  Mikael kom til landsins í gær og hefur því lítið geta æft með liðinu en stóð sig engu að síður vel í kvöld.

Átta mörk fengin á sig í tveim síðustu leikjum er afleiddur árángur og eitthvað sem þarf að lagast fljótt.  Liðið er þó enn í mótun með nýjum leikmönnum og ef þetta fer að smella þá verður gaman, ef ekki þá gæti þetta endað í sömu vonbrigðunum og síðustu sumur.  Þrír leikir búnir og því nóg eftir, fjögur stig í Stjörnuna í 4.sæti en næsti leikur er einmitt við Stjörnuna á Grindavíkurvelli 21. maí.

Skýrsla ksi.is

Mörkin í umferðinni á visir.is
Umfjöllun á vísir.is

Umfjöllun á mbl.is

Viðtal við Guðjón á mbl.is

Umfjöllun á fótbolti.net

Umfjöllun á 433.is