Grindavíkurstelpur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu stórveldið í kvennaknattspyrnu Breiðablik 3-2 í gærkveldi
Grindavík landaði sínum fyrsta sigur gegn Aftureldingu á dögunum og stelpurnar greinilega komnar í gírinn því með sigrinum í gær eru þær komnar úr botnsætinu og einungis 3 stig í KR sem er í áttunda sæti sem tryggir áframhaldandi veru í efstu deild.
Heimastúlkur byrjuðu með marki frá Ástu Eir Einarsdóttir. Shaneka jafnaði leikinn á 23. mínútu eftir sendingu frá Darnelle Mascal. Breiðablik komst aftur yfir með marki eftir hornspyrnu þegar háfltími var liðinn af leiknum og staðan 2-1 í hálfleik.
Shaneka skoraði sitt níunda mark í sumar á 65. mínútu með flottu skoti rétt innan við teig. Sigurmarkið kom svo á 85. mínútu þegar Darnelle náði frákastinu eftir skot í slánna úr aukaspyrnu og skallaði í mark blika.
Grindavík hefur því spyrnt sér frá botninum og næstu tveir mjög mikilvægir því þá mæta þeir liðunum í sætunum fyrir ofan og neðan. Fyrst taka þær á móti Þrótti miðvikudaginn 17. ágúst og svo fara þær í Vesturbæinn og mæta KR 24. ágúst.
Myndin hér að er fengin frá fotbolti.net en hægt er að sjá fleiri myndir úr leiknum hér