Eftir langa bið er fótboltatímabilið að byrja aftur. Fyrsti leikur á morgun gegn FH í Kaplakrika.
Liðin mættust í vetur í Fótbolti.net mótinu þar sem leikar fóru 1-1 en leikur liðanna á síðsta ári á Kaplakrika fór ekki eins vel.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Guðjón stillir liði sínu upp og þá sérstaklega miðjunni. Þeir sem spiluðu flesta leikina á miðjunni í fyrra eru farnir norður í land og þeir sem áttu að taka við margir meiddir. Alexander Magnússon er líklega frá í eina viku í viðbót eftir speglun á hné fyrir tveimur vikum. Flísaðist upp rist á Paul McShane og því frá um einhvern tíma, Scott Ramsay skokkaði bara í kringum völlinn á síðasta æfingarleik í vikunni og Matthías Friðriksson veikur í vikunni. En hópurinn er breiðari í ár en oft áður og væri frábært að byrja mótið með stæl og ná stigi/stigum á morgun.
Stinningskaldi ætlar að mætast á Bryggjunni og fara með SaltyTour klukkan 18:15