Grindavík hefur samið við Esther Júlíu Gustavsdóttur til næstu tveggja ára og mun hún verða markmaður liðsins á komandi tímabili. Esther er 17 ára gömul og hefur verið viðloðandi yngri landsliðs Íslands. Þarna er á ferðinni mjög efnilegur markmaður sem við í Grindavík höfum mikla trú á.
Esther Júlía kemur til liðs við Grindavík frá uppeldisfélagi sínu Keflavík. Esther var á láni hjá Grindavík tímabilið 2021 þegar hún var aðeins 16 ára gömul og lék þá tvo leiki með félaginu.
„Ég er virkilega ánægður með að fá Esther Júlíu til liðs við okkur fyrir komandi tímabil. Hún er efnilegur markmaður og skemmtilegur karakter sem á eftir að reynast okkur vel sem aðalmarkmaður á komandi árum,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.
Knattspyrnudeild Grindavíkur vill bjóða Esther velkomna aftur til félagsins og hlökkum við til að sjá hana vaxa og dafna í Grindavíkurbúningnum næstu tvö tímabil.
Áfram Grindavík!