Enn einn slæmur seinni hálfleikur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík fóru tómhentir heim úr Árbænum í kvöld þegar síðasti leikur fyrri umferðar Íslandsmótsins lauk með 2-1 sigri Fylkis.

Í byrjunarliðið í kvöld var hinn efnilegi Daníel Leó Grétarsson sem er á 17 ári. Kom hann inn fyrir Mikael Eklund sem meiddist í upphitun. Það var einmitt Daníel Leó sem skoraði mark Grindavíkur á 17. mínútu leiksins eftir að Alex Freyr hafði leikið vörn Fylkis grátt.

Eftir hálftíma leik tók Óli Baldur boltann af leikmanni Fylkis og renndi honum á Magnús en skot hans geigaði.  Stuttu seinna fór Markó meiddur af velli og annar leikmaður sem var tæpur fyrir leikinn, Pape, kom inn í hans stað.  Pape átti á 38 mínútu skot sem Bjarni í marki Fylkis varði.

1-0 fyrir Grindavík í hálfleik en í þeim seinni skoraði Ingimundur Níels Óskarsson tvö og tryggði heimamönnum sigurinn.

Lið skipað eftirfarandi leikmönnum:
Jósef Kristinn Jósefsson
Alexander Magnússon
Paul McShane
Loic Mbang Ondo
Mikael Eklund
Oluwatomiwo Ameobi
Páll Guðmundsson
Scott McKenna Ramsay 
auk Markó Valdimars Stefánssonar, sem fór af velli meiddur í kvöld, gæti gert mörgum liðum skráveifu en allir voru fjarverandi í kvöld af ýmsum ástæðum.  

En þetta er veruleikinn sem við lifum með og verð ég bara að játa það að ég var nokkuð stolltur af leikmönnunum í kvöld þó ekki nema væri fyrir það að meirihlutinn í byrjunarliðinu voru uppaldir leikmenn úr Grindavík. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð góður þar sem okkar menn voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Seinni hálfleikurinn er annað mál en það er saga okkar í sumar.  Fyrri hálfleikur góður en seinni hálfleikur slakur.  Leikurinn er 90 mínútur og því ekki til neins að kíkja í tölfræði fyrir leikhlutana en staðreyndin er einfaldalega sú að ef stigaskorið í hálfleik er notað þá væri Grindavík með 15 stig í stað 6 stiga. 

Jákvæðasti hlutur kvöldsins hlýtur samt að vera sá að Fylkismenn eru greinilega að fara byrja á nýrri stúku og þá e.t.v. er möguleiki í framtíðinni að geta farið í Árbæinn og horft á leikinn úr þeim hluta stúkunnar sem er fyrir aðkomulið. Fengið þar jafnvel næði til að horfa á sitt lið án þess að stuðningsmenn úr röðum Fylkis raði sér þar fyrir ofan, góla þar inn á völinn sinni “speki” og kalli mína menn aumingja fyrir að kveinka sér yfir olbogaskotum.

Næsti leikur Grindavíkur er gegn FH næstkomandi sunnudag hér í Grindavík.

Myndin hér að ofan er fengin frá sport.is en þar er hægt að sjá fleiri myndir frá leiknum