Emma Fanndal skrifar undir sinn fyrsta samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Emma Fanndal Jónsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með meistaraflokki kvenna næstu tvö keppnistímabil. Emma er 16 ára gömul og lék sitt fyrsta keppnistímabil sl. sumar með liði Grindavíkur sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna.

Emma er sóknarmaður og tók þátt í 9 leikjum með meistaraflokki Grindavíkur sl. sumar í deild og bikar. Emma fékk núna í vikunni hvatningarverðlaun frá Knattspyrnudeild Grindavíkur. Umsögn þjálfara hennar er svohljóðandi:

Emma er frábær fyrirmynd innan vallar sem utan. Hún er stundvís og samviskusöm og mætir á allar æfingar. Hún leggur sig alltaf 100% fram í öllu sem hún gerir og það er eitthvað sem á eftir fleyta henni gríðarlega langt í því sem hún leggur fyrir sig. Emma tekur virkan þátt í starfi félagsins og er afar dugleg að vinna fyrir klúbbinn. Hún hefur verið að þjálfa yngri flokka undanfarin ár sem og tekið virkan þátt í dómgæslu yngri flokka.

Knattspyrnudeild Grindavíkur fagnar því að þessi efnilegi leikmaður hafi skrifað undir samning við félagið.
Áfram Grindavík!