Daníel Leó og Stefán í U-19

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum sem fram fara 3. og 5. september.  Daníel Leó Grétarsson og Stefán Þór Pálsson eru m.a. í þessum hóp.

Af 18 manna hóp eru 8 spilandi á Íslandi og þar af 2 með Grindavík þannig að það telst mjög góður árangur, báðir eiga þó sennilega eftir að spila á erlendri grundu fljótlega.

Báðir hafa þeir verið lykilmenn í liði Grindavíkur, Stefán markahæsti leikmaður 1.deildar og Daníel Leó fjölhæfur leikmaður sem hefur leyst margar stöður í liðinu.