Dagur Ingi framlengir út tímabilið 2024

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og gildir samningur hans við félagið út tímabilið 2024. Dagur Ingi er 22 ára gamall og er feikilega fjölhæfur sóknamaður sem getur leikið víða framarlega á vellinum.

Dagur á að baki 30 leiki í deild og bikar með Grindavík á ferlinum og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Grindavík í keppnisleik á dögunum í sigri í Mjólkurbikarnum gegn Elliða. Dagur var á láni hjá Þrótti Vogum á síðustu leiktíð þar sem hann lék 21 leik og skoraði 8 mörk í 2. deild karla.

„Ég er afar ánægður með að Dagur Ingi verði áfram hjá félaginu til næstu ára. Hann hefur tekið miklum framförum í vetur og ég er mjög spenntur að sjá hann með Grindavík í deildinni í sumar. Dagur hefur mikla hæfileika og fáir með jafn góða boltatækni hann. Það eru spennandi ár framundan hjá Degi og frábært að þau verði með Grindavík,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur er afar stolt af því að endursemja við uppalda leikmenn sem hafa farið í gegnum uppeldisstefnu félagsins. Það er mikið ánægjuefni að Dagur verði áfram hjá Grindavík næstu þrjú tímabil.

Áfram Grindavík!
💛💙