Baldur Olsen semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við markvörðinn Baldur Olsen sem kemur frá Víkingi í Ólafsvík. Baldur er tvítugur og lék með Grindavík í sameinuðum öðrum flokk Grindavíkur, Víkings Ólafsvík og GG á síðustu leiktíð.

Baldur kemur inn í öflugt markvarðateymi hjá Grindavík og standa vonir til þess að hann muni taka framförum í góðri samkeppni um markvarðarstöðuna.

Baldur er nýlega fluttur til Reykjavíkur og akstur á æfingar því öllu styttri en frá Ólafsvík. Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Baldur velkominn til félagsins.