Átta stelpur skrifa undir samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Átta leikmenn mfl.kvk í knattspyrnu skrifuðu undir tveggja ára samninga við félagið um helgina

 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu undirbýr sig af krafti fyrir sumarið í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Átta leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samninga við félagið um helgina, þar á meðal fyrirliðinn Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Ágústa Jóna Heiðdal fyrrverandi fyrirliði sem kemur aftur eftir barneignafrí og hin öfluga Hólmfríður Samúelsdóttir sem tekur fram skóna að nýju.

Að sögn Garðars Páls Vignissonar í kvennaráðinu er mikill hugur í stelpunum fyrir sumarið og er engan bilbug að finna á kvennaliðinu þrátt fyrir sögusagnir um annað. Ljóst er að framherjinn Shaneka Gordon sem skoraði 6 mörk í 7 leikjum í fyrra kemur aftur ásamt 3-4 útlendum leikmönnum í viðbót, líkt og undanfarin ár. Þá kom hin öfluga Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Haukum fyrir jól. Þjálfari kvennaliðsins er Jón Þór Brandsson.

Myndin var tekin við undirskrift samninganna. Efri röð f.v. Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir, Katrín Eyberg Rúnarsdóttir, Linda Ósk Schmidt og Íris Eir Ægisdóttir. Fremri röð f.v. Guðný Margrét Jónsdóttir, Ágústa Jóna Heiðdal og Guðný Gunnlaugsdóttir.