Álftanes 1 – Grindavík 2

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er komið í 19 stig í 1.deild kvenna B riðli eftir 2-1 sigur á Álftanes í kvöld.

Þórkatla Sif Albertsdóttir tók við markaskónum frá Margréti því Þórkatla skoraði bæði mörk Grindavíkur í kvöld og tryggði þannig okkar stúlkum sigurinn.

Grindavík hefur því sigrað 4 af síðustu 5 leikjum og eru á hraðri uppleið. 

Staðan í deildinni er þannig að Fram er lang efst með 36 stig. Rekja má það að hluta til að Fram ákvað að efla sitt kvennastarf og þær stelpur sem komust ekki að hjá betri liðum Pepsi deildar hafa farið í Safamýrina í stað þess að reyna fyrir sér í Grindavík eða öðrum stöðum.  HK/Víkingur er í öðru sæti með 23 stig en BÍ/Bolungarvík eru jöfn í 3-4 sæti með 19 stig en BÍ/Bolungarvík á leik til góða.

Grindavík mætir Keflavík í síðasta leik riðlakeppninnar föstudaginn 24. ágúst.