Ævar Andri skrifar undir nýjan samning við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Ævar Andri Á. Öfjörð hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2022. Þessi 21 árs varnarmaður er uppalinn hjá félaginu og tók þátt í tveimur leikjum með Grindavík í sumar.

Ævar leikur stöðu miðvarðar og var á láni hjá Víði í Garði tímabilið 2019. Hann hefur einnig leikið með GG. Ævar er í háskólanámi í Bandaríkjunum þar sem hann leikur einnig knattspyrnu með University of Southern Indiana.

Knattspyrnudeild Grindavíkur fangar því að einn af uppöldu leikmönnum félagsins verði á áfram hjá félaginu!