Ævar Andri Á. Öfjörð hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2022. Þessi 21 árs varnarmaður er uppalinn hjá félaginu og tók þátt í tveimur leikjum með Grindavík í sumar.
Ævar leikur stöðu miðvarðar og var á láni hjá Víði í Garði tímabilið 2019. Hann hefur einnig leikið með GG. Ævar er í háskólanámi í Bandaríkjunum þar sem hann leikur einnig knattspyrnu með University of Southern Indiana.
Knattspyrnudeild Grindavíkur fangar því að einn af uppöldu leikmönnum félagsins verði á áfram hjá félaginu!