Nýtt æfingatímabil hjá knattspyrnudeild UMFG hefst á ný miðvikudaginn 23. september næstkomandi. Æfingatafla fyrir tímabilið 2020/2021 verður gefin út á allra næstu dögum þegar búið er að manna þjálfara á alla flokka hjá deildinni.
Vakin er athygli á því að Hópið verður opið fyrir aukaæfingar hjá iðkendum knattspyrnudeildar næstu daga og hvetjum við alla til að nýta sér þá aðstöðu.
Skráning í flokka hjá knattspyrnudeild hefst í dag og er hægt að skrá barn inn í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/UMFG/
Kær kveðja,
Knattspyrnudeild Grindavíkur.