8 liða úrslit í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík sækir Víking heim í 8 liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag klukkan 19:15

Víkingur kom sér í 8 liða úrsliti með því að leggja Pepsi deildarliðið Fylki í 16 liða úrslitum en Grindavík lagði KA á útvelli 3-2.

Liðin mættust tvisvar í fyrra og tókst hvorugu liðinu að skora í þeim leikjum, frekar leiðinlegir leikir.  En bikarinn er allt önnur keppni þar sem barist verður til síðasta blóðdropa.  Okkar menn komnir í gang með góðum sigri á Val og ætla sér langt í bikarnum.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og því upplagt að klára helgina með leik í Víkinni.