Grindavík lagði Stjörnuna í leik um 5.sætið í fotbolti.net mótinu í gær
Leikurinn fór fram í Kórnum í þessu kærkomna æfingamóti þar sem hægt er að prófa menn í nýjum stöðum og sjá hvernig nýjir leikmenn standa sig. Michal Pospil, tékkneskur framherji á reynslu, spilaði í fremstu víglínu og gerði sér lítið fyrir og skoraði 2 mörk í venjulegum leiktíma. Halldór Orri Björnsson gerði það sama fyrir Stjörnuna þannig að útkljá þurfti leikinn með vítaspyrnu.
Orri, Jamie McCunnie, Jói Helga og Óli Baldur skoruðu allir fyrir Grindavík en Óskar varði tvisvar og tryggði sigurinn.
Mynd hér að ofan tók Eva Björk Ægisdóttir fyrir Fótbolti.net