Reykjavíkurleikarnir í júdó voru í ár sameinaðir við Afmælismót JSÍ og keppti þar einn iðkandi frá júdódeild UMFG.
Guðjón Sveinsson hreppti silfur í -66kg flokki 15 ára og eldri. Í flokknum voru 5 keppendur sem allir voru settir í einn riðil, og kepptu því allir við alla. Guðjón vann tvær gímur, aðra á armlás en í hinni var mótherja hans dæmd glíman töpuð fyrir ólöglega sókn, en tapaði tveimur, annarri á kasti en hinni á fastataki.
Útkoman úr riðlinum var þó þannig að 3 keppendur voru jafnir um annað, þriðja og fjórða sæti, og þurftu þeir því að glíma aftur innbyrðis. Þannig fór þá að Guðjón hengdi báða andstæðinga sína og náði þar með silfrinu.