Haustmót JSÍ 2011

Ungmennafélag Grindavíkur Judó

3 keppendur frá Grindavík á Haustmótinu.

3 Grindvíkingar tóku þátt í haustmóti JSÍ sem fór fram þann 24. september og var það fyrsta mótið sem er haldið hjá Júdófélagi Garðabæjar. Þeir stóðu sig mjög vel allir 3:

 

Macrin Ostrowski fékk gull í -55kg 13-14 ára

Guðjón Sveinsson fékk brons í -73kg 15-16 ára

Björn Lúkas Harladsson fékk gull í -90kg 15-16 ára

 

Marcin keppti í -55kg flokki og þar voru 3 keppendur. Marcin lagði báða andstæðinga sían af velli mjög öruggt með tveimur mjaðmaköstum og hreppti gullið.

Guðjón var hækkaður upp um þyngdarflokk og keppti í -73kg flokknum. Það var stærsti þyngdarflokkurinn í aldursflokknum, 6 keppendur. Þar var skipt í tvo riðla. Guðjón vann sinn riðil með tveimur fastatökum, en var svo kastað í undanúrslitunum, og fékk þarmeð brons.

Björn Lúkas var einnig hækkaður upp, og keppti í -90kg. Þar voru 3 keppendur og vann hann keppinauta sína án mikilla erfiðleika með fastataki og kasti, og vann flokkinn.