Góður árangur í judo á Reykjavík International

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Góður árangur hjá júdódeild UMFG náðist um helgina á opna Reykjavíkurmótinu.

Áfram halda Grindvíkingar að gera það gott í júdóinu. Núna um helgina náðu strákanir okkar flottum árangri og má búast við miklu í framtíðinni af okkar júdómönnum. 

Marcin Ostrowski með gull í -42kg flokki pilta

Reynir Berg Jónsson með silfur í -55kg flokki drengja

Sigurpáll Albertsson með silfur í -90kg flokki táninga

Guðjón Sveinsson með brons í -66kg flokki táninga

Einnig keppti Viðar Hammer Kjartansson en komst því miður ekki á pall