Afmælismót JSÍ 2012

Ungmennafélag Grindavíkur Judó

Í dag fór fram afmælismót JSÍ í judó 11-19 ára.

Þar kepptu 3 Grindvíkingar, þeir Marcin Ostrowski, Guðjón Sveinsson og Sigurpáll Albertsson.

 

Marcin Ostrowski fékk silfur í -55kg flokki U15

Guðjón Sveinsson fékk silfur í -66kg flokki í U20

Sigurpáll Albertsson fékk gull í -90kg flokki í U20

 

Marcin keppti í -55kg 13-14 ára og voru þeir 4 í flokknum. Hann vann 2 glímur á kasti en tapaði einni á stigum og endaði þarmeð í öðru sæti.

Guðjón keppti í -66kg 17-19 ára, þar voru 3 í flokknum. Hann vann fyrstu glímuna á kasti en tapaði seinni glímunni á fastataki.

Sigurpáll keppti í -90kg 17-19 ára, þar var sameinað -81 og -90kg flokkana og í sameinaða flokknum voru 3 keppendur. Hann vann fyrri glímuna á kasti og seinni á armlás.