Fimleikamót og maraþon

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar

Glæsilegur árangur á fimleikamóti á Laugarvatni.

Þann 4.maí fóru 17 krakkar á aldrinum 11-15 ára á sitt fyrsta mót.  Haldið var á Laugarvatn þar sem 4 önnur lið í sambærilegum stærðar og getuflokki kepptu á trampólíni og loftdýnu.  Krakkarnir skemmtu sér frábærlega og ekki skemmdi fyrir að þau unnu 4 gull, 3 silfur og 5 brons.  Erum við óendanlega stolt af krökkunum okkar.  

Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með þjálfaranum sínum, Díönu Karen Rúnarsdóttur.

 

Dagana 9.-10. maí munu krakkarnir ganga í hús að safna áheitum vegna maraþons þar sem þau ætla að æfa fimleika í 12 tíma, frá kl.20, föstudaginn 11 maí til kl.8. laugardaginn 12 maí og safna fyrir tækjakaupum. Hvetjum við alla til að taka vel á móti krökkunum okkar 🙂

 

Mbk.  Stjórn og þjálfarar fimleikadeildar umfg.