Æfingatafla fimleikadeildar

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar

Smávægilegar breytingar hafa orðið á töflu fimleikadeildarinnar vorönn 2011.

Nú um áramótin hætti Gréta hjá okkur eftir 1 og hálfs árs starf fyrir deildina og þökkum við henni kærlega fyrir samstarfið og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.

Þeir þjálfarar sem hafa verið hjá okkur í vetur, þær Rakel Lind og Díana Karen hafa tekið við hópunum og hefur Steinþór Ingibergsson tekið að sér þjálfun yngstu drengjana og sagt sig tímabundið úr stjórn fram á vorið.

 

Hóparnir skiptast þá svona niður á þjálfara:

Rakel Lind er með leikskólahópana, hóp 1, hóp 3 og hóp 4.

Díana Karen er með hóp 5, hóp 6, hóp 7 og hóp 9.

Steinþór er með hóp 8.

 

Byrjað verður að æfa eftir nýrri stundaskrá frá og með mánudeginum 17. janúar. með einni undartekningu, hópur 8 fer af stað þriðjudaginn 25. janúar.

 

Uppl. um þjálfara og stjórn má finna undir -Fimleikar- efst á síðunni.