Um síðustu helgi var haldið páskamót júdofélags Reykjavíkur fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-15 ára og vormót fullorðina í judó.
UMFG átti flottan hóp af keppendum og voru 21 keppandi að þessu sinni í mótinu, alls komu þau með 7 gull, 7 silfur og 4 brons heim eftir keppni og þykir það auðvitað alveg ótrúlega flottur árangur.
Tinna Einarsdóttir keppti í drengjaflokki í -50kg þar sem að það voru ekki aðrar stúlkur í þessum flokki og sigraði hún alls 7 keppendur og endaði með gull.
Ágústa Olsson gerði slíkt hið sama með drengjaflokk og náði sér í silfurverðlaunin.
Aron Snær Arnarsson keppti í fyrsta skiptið í flokki fullorðna aðeins 15 ára að aldri í -90 kg flokki þar sem voru nú ótrúlega flottir kappar og endaði með brosið heim.
Það er alveg hreint ótrúlega flottur árangur sem deildin hefur sýnt á síðustu mótum og óskum við þjálfurum og keppendum til hamingju með frábæran árangur.